Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Dagný Gísla skrifar 21. desember 2013 12:00 Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól
Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk
Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól