Eru bandamenn íslenskrar verslunar loks í sjónmáli? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar