Jólahreingerningar í Hörpu Jónas Sen skrifar 23. desember 2013 12:00 Stomp Tónlist: Slagverkshópurinn Stomp miðvikudaginn 18. desember í Eldborg í Hörpu Maður nokkur gekk fram á svið Eldborgarinnar í Hörpu á miðvikudagskvöldið og byrjaði að sópa. Var verið að gera sviðið klárt svona rétt fyrir sýningu? Nei, hún var þegar byrjuð. Maðurinn sópaði og sópaði, og brátt fór einfaldur en grípandi taktur að gera vart við sig. Fleira fólk bættist við og takturinn varð flóknari og meira æsandi. Fljótlega voru átta manns á sviðinu að sópa, tvær konur og sex karlmenn. Hrynjandin varð brjálæðisleg, og samt var samhæfingin nákvæm en áreynslulaus. Þetta var ótrúlegt. Slagverkshópurinn kallar sig Stomp og kom fyrst fram í London árið 1991. Tónlistin þeirra samanstendur eingöngu af áslætti. Það er enginn söngur í henni, engar laglínur, aðeins tilviljunarkenndar tónahendingar. Tónarnir verða til með því að barið er á allt mögulegt, rörbúta, dósir, tunnur, eldspýtustokka, o.s.frv. Hið sjónræna spilar ríkulegan þátt í tónlistinni. Þarna um kvöldið var eitt verkið sýnt í niðamyrkri. Hópurinn lék sér að kveikjurum og logarnir urðu að alls konar mynstri. Það var furðulega jafnt og hnitmiðað. Hluti af sviðsmyndinni var veggur sem var hlaðinn af ýmsu járnadrasli, hjólkoppum, pípum og stöngum. Á tímabili hékk fólkið á veggnum, sveiflaðist um í loftinu og barði í dótið. Í öðru verki hentu þau boltum á milli sín og í því þriðja var innkaupakerrum kastað um sviðið. Þegar maður hélt að möguleikarnir væri ekki fleiri, var bryddað upp á einhverju nýju. Hvergi var dauður punktur. Það var ekki aðeins að barsmíðarnar væru hraðar, heldur var tempóið í sjálfri sýningunni eins og í spennutrylli. Svo var hún líka ærslafull og fyndin. Hver sem er getur lamið í kökubox. En að búa til heila sýningu úr því – sem er aldrei leiðinleg – er ekki á hvers manns færi. Stomp er greinilega hópur sem hefur starfað saman lengi, æfir stíft en finnst alltaf jafn skemmtilegt.Niðurstaða: Magnað sjónarspil sem lengi verður í minnum haft. Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Slagverkshópurinn Stomp miðvikudaginn 18. desember í Eldborg í Hörpu Maður nokkur gekk fram á svið Eldborgarinnar í Hörpu á miðvikudagskvöldið og byrjaði að sópa. Var verið að gera sviðið klárt svona rétt fyrir sýningu? Nei, hún var þegar byrjuð. Maðurinn sópaði og sópaði, og brátt fór einfaldur en grípandi taktur að gera vart við sig. Fleira fólk bættist við og takturinn varð flóknari og meira æsandi. Fljótlega voru átta manns á sviðinu að sópa, tvær konur og sex karlmenn. Hrynjandin varð brjálæðisleg, og samt var samhæfingin nákvæm en áreynslulaus. Þetta var ótrúlegt. Slagverkshópurinn kallar sig Stomp og kom fyrst fram í London árið 1991. Tónlistin þeirra samanstendur eingöngu af áslætti. Það er enginn söngur í henni, engar laglínur, aðeins tilviljunarkenndar tónahendingar. Tónarnir verða til með því að barið er á allt mögulegt, rörbúta, dósir, tunnur, eldspýtustokka, o.s.frv. Hið sjónræna spilar ríkulegan þátt í tónlistinni. Þarna um kvöldið var eitt verkið sýnt í niðamyrkri. Hópurinn lék sér að kveikjurum og logarnir urðu að alls konar mynstri. Það var furðulega jafnt og hnitmiðað. Hluti af sviðsmyndinni var veggur sem var hlaðinn af ýmsu járnadrasli, hjólkoppum, pípum og stöngum. Á tímabili hékk fólkið á veggnum, sveiflaðist um í loftinu og barði í dótið. Í öðru verki hentu þau boltum á milli sín og í því þriðja var innkaupakerrum kastað um sviðið. Þegar maður hélt að möguleikarnir væri ekki fleiri, var bryddað upp á einhverju nýju. Hvergi var dauður punktur. Það var ekki aðeins að barsmíðarnar væru hraðar, heldur var tempóið í sjálfri sýningunni eins og í spennutrylli. Svo var hún líka ærslafull og fyndin. Hver sem er getur lamið í kökubox. En að búa til heila sýningu úr því – sem er aldrei leiðinleg – er ekki á hvers manns færi. Stomp er greinilega hópur sem hefur starfað saman lengi, æfir stíft en finnst alltaf jafn skemmtilegt.Niðurstaða: Magnað sjónarspil sem lengi verður í minnum haft.
Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira