Opnar Gallerí Gest jafnvel í jógatíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 14:00 "Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður,“ segir Magnús sem hér sýnir verk G.ERLU. Fréttablaðið/GVA „Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira