Tónlist

Imagine Dragons í nýjan búning

Hljómsveitin Imagine Dragons
Hljómsveitin Imagine Dragons AFP/NordicPhotos
Night Visions er fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Imagine Dragons og lag af plötunni, Demons, sló rækilega í gegn.



Platan var tekin upp á árunum 2010-2012 og aðallega framleidd af sveitinni sjálfri, með dyggri aðstoð tökustjórans Alex Da Kid og Brandon Darner úr hljómsveitinni The Envy Corps. Það tók þrjú ár að klára plötuna en sex lög af henni höfðu þegar verið gefin út sem smáskífur.



Meira en 83,000 eintök seldust af plötunni á fyrstu vikunni í sölu.

Hér að neðan má sjá fallega, klassíska útgáfu af laginu í flutningi Simply Three, en myndbandið hefur vakið mikla athygli í netheimum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×