Tónlist

Ný norræn tónlistarsíða

Ugla Egilsdóttir skrifar
Lag Ásgeirs Trausta, Nýfallið regn, er eitt af lögunum á fyrsta listanum.
Lag Ásgeirs Trausta, Nýfallið regn, er eitt af lögunum á fyrsta listanum.
Nordic Playlist er ný heimasíða um norræna tónlist. Í hverri viku verður kynntur tíu laga listi sem er valinn af einhverri lykilmanneskju úr norræna tónlistarbransanum. Á listanum verða tvö lög frá hverju Norðurlandi.

Á síðunni verða einnig undirsíður. Aðra hverja viku útbýr til að mynda þekktur plötusnúður dj-mix á síðuna. Einnig stendur til að birta viðtöl við þá sem velja lagalistana um stefnur og strauma í norrænni tónlist, sem og viðtöl við tónlistarmenn.

Þegar er kominn einn listi á síðuna. Íslensku tónlistarmennirnir sem komust á listann að þessu sinni eru Ásgeir Trausti og Emiliana Torrini. Ritstjóri síðunnar er Francine Gorman.

Nordic Playlist er NOMEX verkefni en NOMEX er samstarfsverkefni útflutningsmiðstöðva tónlistar á Norðurlöndum. Útón er fulltrúi Íslands þar. 

Hér er hlekkur á heimasíðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×