Staða Schumacher óbreytt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 15:38 Michael Schumacher er enn haldið sofandi. Nordic Photos / Getty Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira