Tónlist

Vildi ekki láta efnið mygla í tölvunni

Arnljótur Sigurðsson fagnar útgáfunni á föstudagskvöldið.
Arnljótur Sigurðsson fagnar útgáfunni á föstudagskvöldið. Mynd/Einkasafn
„Ég hef lagt stund á sólóverkefnið mitt síðan árið 2008 en það hefur þó mismikið farið fyrir því," segir tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson. Hann heldur útgáfutónleika í kvöld á nýjum tónleikastað sem kallast Mengi.

„Ég ákvað að henda út plötu í stað þess að láta efnið mitt mygla í tölvunni," segir Arnljótur. Hann leikur raftónlist sem er abstrakt, kosmísk  myndræn í senn.

Nýja platan ber titilinn Línur og kemur í verslanir á næstu dögum. „Ég er hæstánægður með plötuna." Hann mun leika plötuna í gegn á tónleikunum ásamt öðru efni.

Arnljótur hefur leikið með fjölda hljómsveita en á meðal þeirra eru Ojba Rasta og Sin Fang, ásamt því að hlaupa í skarðið fyrir vini sína í ýmsum verkefnum.

Tónleikarnir fara fram á tónleikastaðnum Mengi sem stendur við Óðinsgötu 2. Þeir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×