Enn er rifist um RIFF Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2014 11:35 Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF er ósátt við frétt Vísis frá í gær sem byggði á orðum Einars Arnar. vísir:stefán/gva Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF og einn stjórnarmanna þar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir margvíslegs misskilnings gæta í frétt Vísis og Bylgjunnar frá í gær. Þar var rætt við Einar Örn Benediktsson, formann menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og falast eftir viðbrögðum hans við grein sem stjórnin skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á mánudag. Málið snýst um að menningar og ferðamálaráð ákvað að samþykkja aðra umsókn en þeirri frá RIFF til að standa að alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Til þeirrar hátíðar verður veitt 8 milljónum en í fyrra naut RIFF samsvarandi styrks sem nemur 9 milljónum, en RIFF hefur verið starfrækt í tíu ár. Einar Örn var í viðtali við Harmageddon í morgun þar sem þetta mál var sérstaklega til umræðu. Málefni RIFF voru einnig til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í yfirlýsingu Hrannar, sem birtist hér neðar í heild sinni, segir meðal annars að Einar Örn haldi því fram að ósamræmi sé á milli aðsóknartalna á RIFF og uppgjörs miðasölu í ársreikningi. „Það kemur aðstandendum RIFF á óvart að Einari Erni sé ekki ljóst að inni í aðsóknartölum RIFF eru ekki aðeins seldir miðar á hátíðina heldur einnig fjöldi aðgangspassa og miða sem meðal annars gestir hátíðarinnar og samstarfsaðilar, þar á meðal borgarfulltrúar og borgarstarfsmenn, fá endurgjaldslaust frá RIFF.“ Þá vitnar Vísir í gamla frétt DV um svarta skýrslu um RIFF. Það þykir Hrönn ómaklegt: „... og hún sögð til marks um að hátíðin hafi verið umdeild. Af því tilefni skal tekið fram að engin svört skýrsla hefur verið gerð um RIFF.“Athugasemd Hrannar Marinósdóttur: Athugasemd við frétt um RIFF Í frétt Jakobs Bjarnar Grétarssonar á Vísi í gær um málefni Alþjóðlegrarkvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF kemur fram misskilningur um starfsemihátíðarinnar. Í fréttinni heldur Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- ogferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Bestaflokksins, því fram aðósamræmi sé á milli aðsóknartalna á RIFF og uppgjörs miðasölu í ársreikningi, þarséu gefnar upp 14 milljónir sem hann segir að menn telji „trauðla standast“, eins ogsegir í fréttinni. Einar Örn „bendir mönnum á að reikna“ í þessu sambandi. Það kemur aðstandendum RIFF á óvart að Einari Erni sé ekki ljóst að inni íaðsóknartölum RIFF eru ekki aðeins seldir miðar á hátíðina heldur einnig fjöldiaðgangspassa og miða sem meðal annars gestir hátíðarinnar og samstarfsaðilar, þar ámeðal borgarfulltrúar og borgarstarfsmenn, fá endurgjaldslaust frá RIFF. Rétt er aðtaka fram að ársreikningur RIFF frá 2012 hefur verið endurskoðaður án athugasemda.Bráðabirgðauppgjöri fyrir hátíðina 2013 hefur verið skilað til borgarinnar og engumathugasemdum er ósvarað. Athugasemdin um þetta meinta misræmi kemur í fyrstasinn fram í frétt Vísis. Í frétt Vísis er líka vitnað til gamallar greinar í DV um svarta skýrslu um RIFF og húnsögð til marks um að hátíðin hafi verið umdeild. Af því tilefni skal tekið fram aðengin svört skýrsla hefur verið gerð um RIFF. Í fréttinni segir einnig að Vísir hafi undir höndum: „bréf sem Heimili kvikmyndannasendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var innumsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að húnákvörðun [svo] um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndiekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eigandaRIFF“.“ Þarna er vísað til þess að RIFF tók sl. haust lægra tilboði frá Háskólabíói um hýsinguhátíðarinnar. Áður höfðu farið fram um það bil fimm vikna samningaviðræður viðHeimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíó Paradísar. Þetta eru furðulegar athugasemdirhjá Heimili kvikmyndanna um persónulega hagsmuni eiganda RIFF. RIFF er rekinfyrir opinbert fé og henni uppálagt að fara vel með það. Af þeim sökum var lægratilboðinu tekið. Þess skal getið að í bréfi Heimilis kvikmyndanna er líka talað um samstöðuhagsmunaaðila um nýju hátíðina. Þar er gefið í skyn að RIFF hafi verið byggð upp íeinangrun og án samstarfs við kvikmyndagerðarfólk eða aðra sem hagsmuna hafa aðgæta svo sem ferðaþjónustuna. Því fer auðvitað fjarri. RIFF hefði aldrei getað orðiðþað sem hún er án samstarfs og góðs samkomulags við kvikmyndagerðarfólk ogfjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum sem mörg hver hafa verið með frá byrjun. Að lokum skal bent á að þótt rekstrarform RIFF ehf. sé eins og það er þá er hátíðin íeðli sínu ekki einkaframtak heldur samvinna fjölmargra aðila þar sem hið opinbera ermeginbakhjarl, eins og í nánast allri menningarstarfsemi af þessu tagi. Virðingarfyllst, Hrönn MarinósdóttirStjórnarformaður RIFF Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF og einn stjórnarmanna þar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir margvíslegs misskilnings gæta í frétt Vísis og Bylgjunnar frá í gær. Þar var rætt við Einar Örn Benediktsson, formann menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og falast eftir viðbrögðum hans við grein sem stjórnin skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á mánudag. Málið snýst um að menningar og ferðamálaráð ákvað að samþykkja aðra umsókn en þeirri frá RIFF til að standa að alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Til þeirrar hátíðar verður veitt 8 milljónum en í fyrra naut RIFF samsvarandi styrks sem nemur 9 milljónum, en RIFF hefur verið starfrækt í tíu ár. Einar Örn var í viðtali við Harmageddon í morgun þar sem þetta mál var sérstaklega til umræðu. Málefni RIFF voru einnig til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í yfirlýsingu Hrannar, sem birtist hér neðar í heild sinni, segir meðal annars að Einar Örn haldi því fram að ósamræmi sé á milli aðsóknartalna á RIFF og uppgjörs miðasölu í ársreikningi. „Það kemur aðstandendum RIFF á óvart að Einari Erni sé ekki ljóst að inni í aðsóknartölum RIFF eru ekki aðeins seldir miðar á hátíðina heldur einnig fjöldi aðgangspassa og miða sem meðal annars gestir hátíðarinnar og samstarfsaðilar, þar á meðal borgarfulltrúar og borgarstarfsmenn, fá endurgjaldslaust frá RIFF.“ Þá vitnar Vísir í gamla frétt DV um svarta skýrslu um RIFF. Það þykir Hrönn ómaklegt: „... og hún sögð til marks um að hátíðin hafi verið umdeild. Af því tilefni skal tekið fram að engin svört skýrsla hefur verið gerð um RIFF.“Athugasemd Hrannar Marinósdóttur: Athugasemd við frétt um RIFF Í frétt Jakobs Bjarnar Grétarssonar á Vísi í gær um málefni Alþjóðlegrarkvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF kemur fram misskilningur um starfsemihátíðarinnar. Í fréttinni heldur Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- ogferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Bestaflokksins, því fram aðósamræmi sé á milli aðsóknartalna á RIFF og uppgjörs miðasölu í ársreikningi, þarséu gefnar upp 14 milljónir sem hann segir að menn telji „trauðla standast“, eins ogsegir í fréttinni. Einar Örn „bendir mönnum á að reikna“ í þessu sambandi. Það kemur aðstandendum RIFF á óvart að Einari Erni sé ekki ljóst að inni íaðsóknartölum RIFF eru ekki aðeins seldir miðar á hátíðina heldur einnig fjöldiaðgangspassa og miða sem meðal annars gestir hátíðarinnar og samstarfsaðilar, þar ámeðal borgarfulltrúar og borgarstarfsmenn, fá endurgjaldslaust frá RIFF. Rétt er aðtaka fram að ársreikningur RIFF frá 2012 hefur verið endurskoðaður án athugasemda.Bráðabirgðauppgjöri fyrir hátíðina 2013 hefur verið skilað til borgarinnar og engumathugasemdum er ósvarað. Athugasemdin um þetta meinta misræmi kemur í fyrstasinn fram í frétt Vísis. Í frétt Vísis er líka vitnað til gamallar greinar í DV um svarta skýrslu um RIFF og húnsögð til marks um að hátíðin hafi verið umdeild. Af því tilefni skal tekið fram aðengin svört skýrsla hefur verið gerð um RIFF. Í fréttinni segir einnig að Vísir hafi undir höndum: „bréf sem Heimili kvikmyndannasendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var innumsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að húnákvörðun [svo] um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndiekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eigandaRIFF“.“ Þarna er vísað til þess að RIFF tók sl. haust lægra tilboði frá Háskólabíói um hýsinguhátíðarinnar. Áður höfðu farið fram um það bil fimm vikna samningaviðræður viðHeimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíó Paradísar. Þetta eru furðulegar athugasemdirhjá Heimili kvikmyndanna um persónulega hagsmuni eiganda RIFF. RIFF er rekinfyrir opinbert fé og henni uppálagt að fara vel með það. Af þeim sökum var lægratilboðinu tekið. Þess skal getið að í bréfi Heimilis kvikmyndanna er líka talað um samstöðuhagsmunaaðila um nýju hátíðina. Þar er gefið í skyn að RIFF hafi verið byggð upp íeinangrun og án samstarfs við kvikmyndagerðarfólk eða aðra sem hagsmuna hafa aðgæta svo sem ferðaþjónustuna. Því fer auðvitað fjarri. RIFF hefði aldrei getað orðiðþað sem hún er án samstarfs og góðs samkomulags við kvikmyndagerðarfólk ogfjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum sem mörg hver hafa verið með frá byrjun. Að lokum skal bent á að þótt rekstrarform RIFF ehf. sé eins og það er þá er hátíðin íeðli sínu ekki einkaframtak heldur samvinna fjölmargra aðila þar sem hið opinbera ermeginbakhjarl, eins og í nánast allri menningarstarfsemi af þessu tagi. Virðingarfyllst, Hrönn MarinósdóttirStjórnarformaður RIFF
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira