Körfubolti

San Antonio Spurs á sigurbraut

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tony Parker fór mikinn í nótt.
Tony Parker fór mikinn í nótt. nordicphotos/getty
San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð gegn New Orleans Pelicans á útivelli, 101-95, í NBA-deildinni í nótt.

Tony Parker var frábær í liði Spurs og skoraði 27 stig og gaf sjö stoðsendingar. Anthony Davis var stigahæstur í liði New Orleans með 22 stig.

Dallas Mavericks vann öruggan sigur á Orlando Magic, 107-88, en Monta Ellis var atkvæðamestur í liði Magic með 21 stig. Í liði Orlando Magic var Jameer Nelson stigahæstur  með 21 stig.

Utah Jazz vann flottan sigur á Denver Nuggets, 118-113. Alec Burks átti frábæran leik og skoraði 34 stig sem er það mesta á ferlinum. Ty Lawson var með 22 stig fyrir Denver.

New York Knicks vann síðan sigur á Phoenix Suns í spennandi leik 98-96.

Úrslit næturinnar:

Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-88

New York Knicks – Phoenix Suns 98-96

Boston Celtics – Houston Rockets 92-104

Chicago Bulls – Washington Wizzards 88-102

Utah Jazz – Denver Nuggets 118-113

San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 101-95

Toronto Rapptors – Milwaukee Bucks 116-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×