Handbolti

Gefðu Íslendingi handbolta og hann verður góður handboltamaður

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Kjelling eftir æfinguna í dag.
Kjelling eftir æfinguna í dag. mynd/daníel
Stjarna norska liðsins, stórskyttan Kristian Kjelling, tók virkan þátt í æfingu norska liðsins í Gigantium-höllinni í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en segist vera klár í bátana.

"Ég er 100 prósent og held að við séum tilbúnir," sagði Kjelling við Vísi er hann fékk smá meðhöndlun frá sjúkraþjálfurum norska liðsins.

"Við erum alltaf bjartsýnir en ég veit að Ísland er með gott lið. Ísland er baráttulið og við berum mikla virðingu fyrir þeim. Leikmenn Íslands gefa alltaf allt sem þeir eiga í leikinn."

Kjelling talar afar fallega um íslenska handboltamenn.

"Leikmenn íslenska liðsins eru klókir. Þessi eyja býr til góða leikmenn og það kemur maður í manns stað. Ísland berst svo mikið að þeir koma með stríðið á völlinn.

"Gefðu Íslendingi handbolta og hann verður góður handboltamaður. Það lítur þannig út miðað við hvað Ísland á mikið af góðum og klókum handboltamönnum. Ég ber mikla virðingu fyrir íslenskum handbolta."

Kjelling vonast eftir miklum stuðningi í leiknum og hann fær hann líklega. Hann var stjarna liðs Álaborgar í fyrra og fólkið hér hefur ekki gleymt honum.

Norðmenn æfa í Gigantium-höllinni í dag.mynd/daníel
Frá æfngu norska liðsins í dag.mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×