Eigandi NASCAR liðs með lið í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 10:45 NASCAR keppni í Bandaríkjunum. Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Stærsta ökukeppni Bandaríkjanna er NASCAR mótaröðin og eigandi eins keppnisliðs þar, Gene Haas, hefur nú hug á því að senda lið í Formúlu 1 keppninni keppnistímabilið 2015 og 2016. Hann hefur tíma fram til 10. febrúar að ákveða sig og sækja formlega um keppnisleyfi. Það verður síðan 28. febrúar sem þau keppnislið sem taka þátt það keppnistímabilið verða formlega kynnt. Því er ekki langur tími til stefnu fyrir Gene Haas að taka endanlega ákvörðun, en mjög dýrt að taka þátt í keppninni og eins gott að vera kominn með fjársterka aðila með sér og auglýsendur. Bílatímaritið Auto Motor und Sport greindi frá þessu í vikunni og samkvæmt heimildarmanni þeirra gætu keppnisbílar Haas verið með Ferrari vélar. Auk þess er líklegt að Günther Steiner, fyrrum tæknistjóri red Bull liðsins, verði liðsstjóri. Gene Haas á fréttamannafundi.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent