Matseðill fyrir fátæka námsmenn Ugla Egilsdóttir skrifar 31. janúar 2014 18:30 Ragnar Pétursson er flinkur matreiðslumaður. Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox setti saman kvöldmatarseðil fyrir tvo í eina viku fyrir 6.382 kr. Stúdentaráð reiknaði það út fyrir stuttu að námsmaður á námslánum gæti aðeins eytt 1.300 krónum á dag í mat. Meðalkvöldmáltíð á eftirfarandi matseðli kostar 911 kr. Þá eru eftir 389 kr. fyrir aðrar máltíðir dagsins. Það dugar líklega heldur skammt, en þó má benda á að maturinn er hugsaður fyrir tvo og því mætti borða helming matarins sem hádegismat daginn eftir. Allir ættu að búa svo vel að eiga lárviðarlauf, matarolíu, mjólk, hveiti, salt og pipar. Þess vegna var það ekki keypt í þessari verslunarferð. Athugið að sumt af því sem var keypt í þessari innkaupaferð nýtist áfram í búið, þannig að ef eldað er eftir sama matseðli aftur kostar það minna í næsta skipti.Mánudagur: Hjörtu í sósu með silkimjúkri kartöflumús Þriðjudagur: Tómatpasta með ólívum og hvítlauksbrauði Miðvikudagur: Frönsk lauksúpa Matseðill fyrir þriðjudag og miðvikudag. Fimmtudagur: Spicy-kjúklingavængir með gráðostasósu og sætum kartöflum Föstudagur: Smjörsteiktur saltfiskur með blómkálsmauki, eplum og rófum Matseðill fyrir fimmtudag og föstudag. Laugardagur: Kálbögglar með gulrótum og lauksmjöri Sunnudagur: Niçosie-salat Matseðill fyrir laugardag og sunnudag. Kjúklingur Pastaréttir Salat Saltfiskur Súpur Uppskriftir Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið
Ragnar Pétursson matreiðslumaður á Vox setti saman kvöldmatarseðil fyrir tvo í eina viku fyrir 6.382 kr. Stúdentaráð reiknaði það út fyrir stuttu að námsmaður á námslánum gæti aðeins eytt 1.300 krónum á dag í mat. Meðalkvöldmáltíð á eftirfarandi matseðli kostar 911 kr. Þá eru eftir 389 kr. fyrir aðrar máltíðir dagsins. Það dugar líklega heldur skammt, en þó má benda á að maturinn er hugsaður fyrir tvo og því mætti borða helming matarins sem hádegismat daginn eftir. Allir ættu að búa svo vel að eiga lárviðarlauf, matarolíu, mjólk, hveiti, salt og pipar. Þess vegna var það ekki keypt í þessari verslunarferð. Athugið að sumt af því sem var keypt í þessari innkaupaferð nýtist áfram í búið, þannig að ef eldað er eftir sama matseðli aftur kostar það minna í næsta skipti.Mánudagur: Hjörtu í sósu með silkimjúkri kartöflumús Þriðjudagur: Tómatpasta með ólívum og hvítlauksbrauði Miðvikudagur: Frönsk lauksúpa Matseðill fyrir þriðjudag og miðvikudag. Fimmtudagur: Spicy-kjúklingavængir með gráðostasósu og sætum kartöflum Föstudagur: Smjörsteiktur saltfiskur með blómkálsmauki, eplum og rófum Matseðill fyrir fimmtudag og föstudag. Laugardagur: Kálbögglar með gulrótum og lauksmjöri Sunnudagur: Niçosie-salat Matseðill fyrir laugardag og sunnudag.
Kjúklingur Pastaréttir Salat Saltfiskur Súpur Uppskriftir Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið