Öllu er lokið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 10:36 Meðlimir Rush eru svo sannarlega ekki fæddir í gær. vísir/getty Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011. Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011.
Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira