NBA í nótt: Durant hafði betur í baráttunni við James Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2014 09:00 Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta. NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Tveir bestu leikmenn NBA-deildarinnar áttust við í nótt en þar hafði Kevin Durant betur ásamt félögum sínum í Oklahoma City gegn LeBron James og meistaraliði Miami Heat. Durant skoraði 33 stig fyrir Oklahoma City sem lét slæma byrjun ekki slá sig af laginu. Miami komst snemma í átján stiga forystu, 22-4, en þá rönkuðu gestirnir við sér og skoruðu 87 stig gegn 53 næsta tvo og hálfan fjórðunginn. Þetta var níundi sigur Oklahoma City í röð en það munaði miklu um framlag þeirra Jeremy Lamb og Derek Fisher af bekknum en þeir voru samanlagt með 33 stig í leiknum. James var stigahæstur hjá Miami með 34 stig en Chris Bosh bætti við átján stigum og Dwyane Wade fimmtán. Oklahoma er með dágóða forystu á toppi vesturdeildarinnar en Miami er enn í öðru sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Indiana.Toronto er í þriðja sætinu eftir sigur á Orlando, 98-83. Kyle Lowry var með 33 stig og ellefu stoðsendingar og þá bætti Amir Johnson við 22 stigum auk þess að taka ellefu fráköst.San Antonio er enn í öðru sæti í vestrinu þrátt fyrir að hafa tapað sínum þriðja leik í röð, í þetta sinn fyrir Chicago, 96-86. Manu Ginobili, Kawhi Leonard, Danny Green og Tiago Splitter eru allir frá vegna meiðsla hjá liðinu.Philadelphia vann Boston, 95-94, þar sem Evan Turner tryggði gestunum sigur með sniðskoti um leið og leiktíminn rann út.Kris Humphries klikkaði á skoti fyrir Boston þegar tólf sekúndur voru eftir og Philadelphia gerði allt rétt í lokasókninni. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum en Boston hefur nú tapað nítján af síðustu 22 leikjum sínum.Úrslit næturinnar: Miami - Oklahoma City 95-112 Toronto - Orlando 98-83 Atlanta - Detroit (frestað*) Boston - Philadelphia 94-95 Milwaukee - Phoenix 117-126 Minnesota - New Orleans 88-77 Dallas - Houston 115-117 Denver - Charlotte 98-101 San Antonio - Chicago 86-96 Sacramento - Memphis 89-99 LA Clippers - Washington 110-103 * Leiknum var frestað vegna slæms veðurs í Atlanta.
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira