Hálfleikssýning Super Bowl: „Okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 15:06 Red Hot Chili Peppers dilluðu sér við lagið Give It Away við mikinn fögnuð gesta. vísir/getty Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“ Tónlist Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“
Tónlist Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira