Neil Young kemur í júlí Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 13:00 Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. vísir/afp Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér. ATP í Keflavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira