Lamar Odom til Spánar - Mætir Jóni Arnóri í maí 18. febrúar 2014 11:15 Lamar Odom varð heimsmeistari með Bandaríkjunum árið 2010. Vísir/EPA Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot
NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00
Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18
Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00
Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00
Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00
Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum