Körfubolti

Durant og LeBron frábærir í sigurleikjum

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Oklahoma vann Portland, 98-95, í NBA-deildinni í körfubolta.

Þetta var uppgjör liðanna í fyrsta og þriðja sæti vesturdeildar og hafði efsta liðið Oklahoma sigur í æsispennandi leik en jafnt var fyrir lokafjórðunginn.

Kevin Durant skoraði 36 stig og tók 10 fráköst og þá kom Jeremy Lamb sterkur inn af bekknum og skilaði 19 stigum en hann skoraði næstmest.

Nicolas Batum skoraði mest fyrir Portland eða 18 stig en miðherjinn Robin Lobez skoraði 17 stig og tók að auki 14 fráköst.

LeBron James vildi ekki vera minni maður en Durant og bauð upp á 37 stiga leik í nótt þegar Miami vann Phoenix Suns á útivelli, 103-97.

Chris Bosh bætti við 21 stigi fyrir meistarana en Gerald Green var stigahæstur hjá Phoenix með 26 stig.

Í spilaranum hér að ofan má sjá LeBron James stela boltanum gegn Phoenix í nótt og skila alvöru troðslu hinum megin á vellinum.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Bobcats - Dallas Mavericks 114-89

Cleveland Cavaliers - Sacramento Kings 109-99

Chicago Bulls - Atlanta Hawks 100-85

Memphis Grizzlies - Washington Wizards 92-89

Phoenix Suns - Miami Heat 97-103

Portland Trail Blazers - Oklahoma City Thunder 95-98

Los Angeles Lakers - Utah Jazz 79-96

Efstu átta í austrinu:

1. Indiana 40-11

2. Miami 36-14

3. Toronto 27-24

4. Chicago 26-25

5. Atlanta 25-25

6. Washington 25-26

7. Brooklyn 23-26

8. Charlotte 23-29

Efstu átta í vestrinu:

1. Oklahoma City 42-12

2. San Antonio 37-15

3. Portland 36-16

4. LA Clippers 36-18

5. Houston 35-17

6. Golden State 31-21

7. Phoenix 30-21

8. Dallas 31-22

Heildarstöðuna má finna hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×