Foreldrar með börn voru áberandi í þorpinu á Reykhólum þegar Stöðvar 2-menn voru í heimsókn. Við sáum pabba með barnavagn, við sáum mömmu með barnavagn, á leikskólalóðinni var fullt af börnum að ærslast og það var einnig líflegt í frímínútum við grunnskólann. Orðið barnasprengja er notað um fjörið þar um þessar mundir.
Sumir segja að allt hafi farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur, sem hamast nú við að prjóna peysur. Á síðasta ári urðu börnin átta. Fleiri eru á leiðinni.

Við tókum líka eftir því að talsvert er um að ungt fólk hafi flutt á staðinn að undanförnu. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.20 er fjallað nánar um samfélagið í Reykhólasveit.