Viðskipti erlent

SONY tapar á raftækjum en hagnast á tryggingasölu

Finnur Thorlacius skrifar
SONY stenst ekki S-kóreskum og kínverskum framleiðendum sjónvarpa og tölva snúning.
SONY stenst ekki S-kóreskum og kínverskum framleiðendum sjónvarpa og tölva snúning.
Mjög illa hefur gengið hjá SONY fyrirtækinu í sölu sjónvarpa og tölva, en það þýðir samt ekki að fyrirtækið í heild standi bara í taprekstri. Staðreyndin er sú að svo mikill hagnaður er af SONY Financial-hluta fyrirtækisins að það vegur upp tapið á sjónvarpssölu þess. Það dugar þó ekki til þess að koma öllu móðurfyrirtækinu upp fyrir núllið.

SONY Financial selur bæði líf- og bílatryggingar og hagnaðist um 45 milljarða króna í fyrra en tapið af sölu sjónvarpa var 28 milljarðar króna. Tap er á sjónvarpssölunni þrátt fyrir að SONY sjónvörp seljist þriðja mest af öllum merkjum.

SONY tapar einnig á sölu tölva og viðbrögð SONY við því eru einföld, að hætta sölu þeirra. Það er hin óvæga samkeppni sem kemur frá S-Kóreu og Kína sem gert hefur sölu tölva og sjónvarpa SONY óarðbæra og virðist japanski framleiðandinn ekkert eiga í framleiðendur þaðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×