Stjórnarþingmenn fara frjálslega með staðreyndir í Evrópuumræðum 26. febrúar 2014 22:15 Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin. ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin.
ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00
„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent