Stjórnarþingmenn fara frjálslega með staðreyndir í Evrópuumræðum 26. febrúar 2014 22:15 Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin. ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin.
ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00
„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“