Stjórnarþingmenn fara frjálslega með staðreyndir í Evrópuumræðum 26. febrúar 2014 22:15 Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin. ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin.
ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00
„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59