Dregið verður reglulega úr þeim Instagram-myndum sem merktar eru #lettirsprettir í hverri viku þar til þáttunum lýkur í byrjun apríl.
Í verðlaun eru tvö pör af nýjustu og bestu hlaupaskónum frá Nike, tveir grunnvítamínpakkar frá Now og Nike snjallarmband frá NOVA.
Fjölmargir hafa nú þegar tekið þátt í leiknum eins og sjá má af myndaúrvalinu hér fyrir neðan. Við hvetjum alla til að merkja myndir af sér, vinum eða fjölskyldumeðlimum við hvers kyns íþróttaiðkun með #lettirsprettir til að komast í pottinn.
Léttir sprettir eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Í þættinum er fjallað um almennar íþróttir sem fólk stundar. Farið verið yfir þann búnað sem mælt er með að fólk eigi til að stunda íþróttina, hvernig þjálfun er æskileg til að ná betri árangri og koma í veg fyrir meiðsli.
Einnig er lögð áhersla á næringu og í lok hvers þáttar er matreiddur hollur réttur sem er stútfullur af næringarefnum.