Körfubolti

Fjögurra stiga línan er ekki á leiðinni í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Allen hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar.
Ray Allen hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Vísir/Getty
Fáar breytingar hafa haft jafngóð áhrif á eina íþrótt og þegar körfuboltinn tók upp þriggja stiga línuna á áttunda áratugnum. Það er hinsvegar ekki von á fjögurra stiga línu í NBA-deildinni í körfubolta þrátt fyrir fréttir um annað í Bandaríkjunum.

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa neitað því að fjögurra stiga línan sé í býgerð. ESPN.com hafði það eftir Rod Thorn, formanni framkvæmdanefndar NBA, og Kiki Vandeweghe, varaformanni sömu nefndar, að menn þar á bæ hafi rætt það fyrir alvöru að búa bæði til fjögurra stiga línu og að stækka keppnisvöllinn í NBA-deildinni.

Tim Frank, talsmaður NBA-deildarinnar, gaf hinsvegar út yfirlýsingu á twitter vegna þessarar frétta þar sem hann neitaði því að stjórn NBA eða mótanefnd NBA hafi rætt það yfir alvöru að stækka völlinn eða að taka upp fjögurra stiga línu.

Frank þessi skrifaði ennfremur um það í sömu yfirlýsingu að Rod Thorn og Kiki Vandeweghe hafi ekki verið að tala í alvöru í þessu viðtali heldur aðeins nefnt til mögulegar öðruvísi hugmyndir í þróun leiksins. ESPN hafi því að hans mati gert frétt um ekki neitt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×