Ólafur Ragnar útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í rússneskum miðli Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 22:25 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro. mynd/skjáskot Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi. ESB-málið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi.
ESB-málið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira