Stjórnarandstöðu tekst að fresta umræðum um ESB tillögu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:40 Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra. ESB-málið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra.
ESB-málið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?