Nám tengt sjávarútvegi í örum vexti Svavar Hávarðsson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Á sama tíma og nemendum við skipstjórnarskólann hefur fjölgað mjög, eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna. Mynd/GVA Aðsókn í nám tengt sjávarútvegi á Íslandi hefur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrauta hefur aukist. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnám hefur þrefaldast á fimm árum, en á sama tíma eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna með fækkun frystiskipa. Viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og nemendafjöldi hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, þeirra Hauks Más Gestssonar og Bjarka Vigfússonar.Víða tækifæri Við lestur greiningarinnar kemur í ljós hversu fjölbreytt sjávarútvegstengt nám er á Íslandi. Þetta á bæði við um framhaldsskóla- og háskólastigið. Tækniskólinn bíður námsleiðir í skipstjórn, vélstjórn, meistararéttindi í bátasmíði og meistararéttindi í netagerð. Þá bíður Fisktækniskóli Íslands fisktækninám þar sem var metaðsókn í haust. Skólinn bíður nú fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi tengt sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Fjöldi annarra framhaldsskóla býður svo upp á nám tengt sjávarútvegi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður upp á skipstjórnarbraut, Fjölbrautarskóli Suðurnesja býður upp á vélstjórnarnám sem og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Þá er vélvirkjanám í boði í Fjölbrautarskóla Suðurlands og við Menntaskólann á Ísafirði. Þegar sérstaklega er horft til skipstjórnarnámsins við Skipstjórnarskólann, sem nú tilheyrir Tækniskólanum, hefur stóraukist á síðastliðnum fimm árum, en fjöldi nemenda þar jókst hröðum skrefum á árunum 2008 til 2013 og nærri þrefaldaðist. Hér ber hins vegar að líta til þess að grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað í útgerð, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. „Nú eru þó blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna en á síðustu tveimur árum hefur fjölda frystitogara verið lagt eða þeim breytt í ísfiskskip. Þessari þróun fylgir þó vitaskuld aukin landvinnsla sem kallar á fleiri fiskvinnslustörf og önnur afleidd störf. Að auki hefur meðalaldur sjómanna farið stighækkandi sem bendir til þess að kynslóðaskipti séu brátt tímabær,“ segir í greiningunni.Háskólinn Á háskólastigi starfrækir Háskólinn á Akureyri einn háskóla grunnnám í sjávarútvegsfræði, grunn- og meistaranám í auðlindafræði og meistaranám í haf- og strandsvæðafræði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Þá hefur Háskólinn á Hólum boðið upp á diplómanám í fiskeldi síðan árið 2010. Á háskólastigi eru einnig kennd einstök námskeið sem snúa að sjávarútvegi og fiskvinnslu í verkfræði-, hagfræði-, efna- og líffræðinámi við Háskóla Íslands, auk þess sem snert er á mörgum sviðum sjávarútvegs og fiskvinnslu í matvælafræði við skólann.Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson.Þriðji stóri árgangurinn Viðsnúningur í grunnnámi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri er eftirtektarverður. Aðsókn hefur aukist mikið á undanförnum árum og síðasta haust innritaðist þangað þriðji stóri árgangurinn í röð eða 29 nýir nemendur. Heildarfjöldi nemenda í BS námi í sjávarútvegsfræði hefur ekki verið meiri síðan 1997 þegar 67 lögðu stund á námið, en heildarfjöldi nemenda tók að fækka nokkuð skarpt eftir 2004 og varð minnst 15 árið 2009. Árið 2012 voru aftur á móti 62 nemendur skráðir í sjávarútvegsfræði við skólann. Þessi árangur á sér nokkrar skýringar, segir í greiningu Sjávarútvegsklasans. Frá 2007 hefur markviss endurskoðun staðið yfir til að styrkja námið. Átak var gert í kynningarmálum, þjónusta við nemendur aukin og áfangar endurskoðaðir. Ekki síst var samstarf, innanlands sem utan, eflt og tengsl námsins við atvinnulífið stóraukin. Við Háskólasetur Vestfjarða hafa 107 nemendur innritast í haf- og strandsvæðastjórnun frá 2008, margir hverjir erlendir. Á þessu ári brást Háskólasetrið við nýsköpun í sjávarútvegi sem birtist í viðleitni til að fullnýta þau verðmæti sem dregin eru á land. Fleiri frumkvöðlar horfa til hafs, segir í greiningunni og því fagnað að skólamenn hafi tekið af skarið og brugðist við þessari þróun með því að bjóða nýja námsleið.25% aukning Niðurstaða hagfræðinganna er að samvinna skóla og atvinnulífsins sé ein af forsendum áframhaldandi samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innan Sjávarklasans hefur verið unnið að því að efla tengsl atvinnulífs og menntagreina, meðal annars með stofnun vefsins Verkefnamidlun.is. Í gegnum vefinn geta fyrirtæki miðlað verkefnum til nemenda, og geymir hann nú þegar á fimmta tug verkefna. Mikilvægi þessa kristallast í að aðsókn í nám tengt sjávarútvegi hefur aukist jafnt og þétt frá hruni, og það sama á við um fjölbreytni námsins. Heildarfjöldi nýskráðra nemenda milli áranna 2012 og 2013 jókst jókst um 25% á níu aðskildum námsbrautum tengdum sjávarútvegi, er tiltekið sem sönnun þess. Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Aðsókn í nám tengt sjávarútvegi á Íslandi hefur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrauta hefur aukist. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnám hefur þrefaldast á fimm árum, en á sama tíma eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna með fækkun frystiskipa. Viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og nemendafjöldi hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, þeirra Hauks Más Gestssonar og Bjarka Vigfússonar.Víða tækifæri Við lestur greiningarinnar kemur í ljós hversu fjölbreytt sjávarútvegstengt nám er á Íslandi. Þetta á bæði við um framhaldsskóla- og háskólastigið. Tækniskólinn bíður námsleiðir í skipstjórn, vélstjórn, meistararéttindi í bátasmíði og meistararéttindi í netagerð. Þá bíður Fisktækniskóli Íslands fisktækninám þar sem var metaðsókn í haust. Skólinn bíður nú fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi tengt sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Fjöldi annarra framhaldsskóla býður svo upp á nám tengt sjávarútvegi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður upp á skipstjórnarbraut, Fjölbrautarskóli Suðurnesja býður upp á vélstjórnarnám sem og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Þá er vélvirkjanám í boði í Fjölbrautarskóla Suðurlands og við Menntaskólann á Ísafirði. Þegar sérstaklega er horft til skipstjórnarnámsins við Skipstjórnarskólann, sem nú tilheyrir Tækniskólanum, hefur stóraukist á síðastliðnum fimm árum, en fjöldi nemenda þar jókst hröðum skrefum á árunum 2008 til 2013 og nærri þrefaldaðist. Hér ber hins vegar að líta til þess að grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað í útgerð, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. „Nú eru þó blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna en á síðustu tveimur árum hefur fjölda frystitogara verið lagt eða þeim breytt í ísfiskskip. Þessari þróun fylgir þó vitaskuld aukin landvinnsla sem kallar á fleiri fiskvinnslustörf og önnur afleidd störf. Að auki hefur meðalaldur sjómanna farið stighækkandi sem bendir til þess að kynslóðaskipti séu brátt tímabær,“ segir í greiningunni.Háskólinn Á háskólastigi starfrækir Háskólinn á Akureyri einn háskóla grunnnám í sjávarútvegsfræði, grunn- og meistaranám í auðlindafræði og meistaranám í haf- og strandsvæðafræði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Þá hefur Háskólinn á Hólum boðið upp á diplómanám í fiskeldi síðan árið 2010. Á háskólastigi eru einnig kennd einstök námskeið sem snúa að sjávarútvegi og fiskvinnslu í verkfræði-, hagfræði-, efna- og líffræðinámi við Háskóla Íslands, auk þess sem snert er á mörgum sviðum sjávarútvegs og fiskvinnslu í matvælafræði við skólann.Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson.Þriðji stóri árgangurinn Viðsnúningur í grunnnámi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri er eftirtektarverður. Aðsókn hefur aukist mikið á undanförnum árum og síðasta haust innritaðist þangað þriðji stóri árgangurinn í röð eða 29 nýir nemendur. Heildarfjöldi nemenda í BS námi í sjávarútvegsfræði hefur ekki verið meiri síðan 1997 þegar 67 lögðu stund á námið, en heildarfjöldi nemenda tók að fækka nokkuð skarpt eftir 2004 og varð minnst 15 árið 2009. Árið 2012 voru aftur á móti 62 nemendur skráðir í sjávarútvegsfræði við skólann. Þessi árangur á sér nokkrar skýringar, segir í greiningu Sjávarútvegsklasans. Frá 2007 hefur markviss endurskoðun staðið yfir til að styrkja námið. Átak var gert í kynningarmálum, þjónusta við nemendur aukin og áfangar endurskoðaðir. Ekki síst var samstarf, innanlands sem utan, eflt og tengsl námsins við atvinnulífið stóraukin. Við Háskólasetur Vestfjarða hafa 107 nemendur innritast í haf- og strandsvæðastjórnun frá 2008, margir hverjir erlendir. Á þessu ári brást Háskólasetrið við nýsköpun í sjávarútvegi sem birtist í viðleitni til að fullnýta þau verðmæti sem dregin eru á land. Fleiri frumkvöðlar horfa til hafs, segir í greiningunni og því fagnað að skólamenn hafi tekið af skarið og brugðist við þessari þróun með því að bjóða nýja námsleið.25% aukning Niðurstaða hagfræðinganna er að samvinna skóla og atvinnulífsins sé ein af forsendum áframhaldandi samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innan Sjávarklasans hefur verið unnið að því að efla tengsl atvinnulífs og menntagreina, meðal annars með stofnun vefsins Verkefnamidlun.is. Í gegnum vefinn geta fyrirtæki miðlað verkefnum til nemenda, og geymir hann nú þegar á fimmta tug verkefna. Mikilvægi þessa kristallast í að aðsókn í nám tengt sjávarútvegi hefur aukist jafnt og þétt frá hruni, og það sama á við um fjölbreytni námsins. Heildarfjöldi nýskráðra nemenda milli áranna 2012 og 2013 jókst jókst um 25% á níu aðskildum námsbrautum tengdum sjávarútvegi, er tiltekið sem sönnun þess.
Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira