Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2014 13:04 Jón Steindór Valdimarsson. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað undir áskoranir um að ríkisstjórnin hætti við að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú VÍSIR/STEFÁN Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma. ESB-málið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma.
ESB-málið Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira