Skógar vaxa álíka vel á Íslandi og á skógarhöggssvæðum Skandinavíu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2014 12:45 „Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent