„Svona líta svikarar út“ Jóhannes Stefánsson skrifar 22. febrúar 2014 11:09 Sveinn Andri vandar fjármálaráðherra ekki kveðjurnar Vísir/GVA/Stefán Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera svikara. „Flokkurinn er við það að klofna. Þetta er það heimskulegasta sem formaðurinn gat gert," segir Sveinn Andri Sveinsson í samtali við fréttastofu. Í stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sinni segir Sveinn Andri berum orðum að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sé svikari. „Þetta er maður sem svíkur loforð. Eru þeir ekki svikarar sem svíkja loforð?“ segir Sveinn Andri við fréttastofu Vísis. „Hann er að bregðast kjósendum og þjóðinni. Bæði hann og Sigmundur Davíð,“ segir Sveinn. „Hann lofaði því mjög afdráttarlaust fyrir kosningar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna. Það voru engir tvímálar eða fyrirvarar um það. Þetta loforð er svo algjörlega í samræmi við stjórnarsáttmálann,“ bætir Sveinn við.Í stjórnarsáttmálanum segir:„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“Af fésbókarsíðu Sveins AndraSkjáskotStefna flokkanna breytir ekki loforðinu um þjóðaratkvæði Aðspurður hvers vegna það komi honum á óvart að umsóknin hafi verið dregin til baka í ljósi þess að slit á viðræðunum sé yfirlýst stefna bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir Sveinn Andri að stefna flokkanna breyti engu um loforð sem voru gefin fyrir kosningar, sem nú sé verið að svíkja. „Málið er bara það að þessir menn sáu fram á að þjóðin myndi vilja halda viðræðunum áfram. Þeir eru bara hræddir við vilja þjóðarinnar,“ segir Sveinn Andri. Hann telur einnig að ríkisstjórnarflokkarnir séu ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að viðhorfi þeirra til þjóðaratkvæðagreiðslna. „Það var sjálfsagt í þeirra huga að almenningur fengi að kjósa um Icesave, en þar mátti alveg treysta almenningi til að kjósa. Núna er þetta orðið öðruvísi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjoppustjórinn á Sauðárkróki á núna að hafa djúpt innsæi til að ákveða hvað sé þjóðinni fyrir bestu í þessu máli.“ segir Sveinn Andri.Aðspurður hvort það hafi borist í tal meðal sjálfstæðismanna að segja sig úr flokknum eða stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sveinn Andri: „Ég held að jarðvegurinn hafi aldrei verið eins frjór og núna. Ég hef ekki mikið skap til að vera í flokki sem getur ekki staðið við kosningaloforð,“ segir Sveinn Andri Sveinsson
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna vill draga aðildarumsókn til baka Afgerandi meirihluti þingflokks Sjálfstæðismanna styður tillögu um að leggja til þingsályktunartillögur þar sem aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin tilbaka. 21. febrúar 2014 15:49
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27