Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 11:12 MYND/BJÖRN INGI BJARNASON/Pjetur Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan. Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan.
Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00