Enski boltinn

Özil baðst afsökunar á vítaklúðrinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Vísir/Getty
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, bað stuðningsmenn félagsins afsökunar fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í upphafi fyrri leiksins á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Manuel Neuer varði hikandi vítaspyrnu Mesut Özil en Özil hafði sjálfur fiskað vítið á laglegan hátt. Miðjumaðurinn var eiginlega aldrei með í leiknum eftir þessi vonbrigði og margir líta á þessa frammistöðu sem enn eina sönnun þess að Özil spili aldrei vel í stóru leikjunum.  

„Mér líður ekkert betur daginn eftir. Mér þykir þetta mjög leitt en þetta átti ekki að fara svona. Það er mjög erfitt að vinna þetta lið manni færri," skrifaði Mesut Özil á samfélagssíðu sína.

Landi hans Per Mertesacker er einn af þeim sem er sannfærður um að Mesut Özil komi enn sterkari til baka.

Bayern München vann leikinn 2-0 á heimavelli Arsenal og er í góðum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram í München.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×