Körfubolti

Stærsta tap í sögu Lakers

Gasol trúði ekki sínum eigin augum á bekknum í nótt.
Gasol trúði ekki sínum eigin augum á bekknum í nótt. vísir/ap
Það eru tímabundin valdaskipti í Los Angeles og það fékkst endanlega staðfest í nótt er LA Clippers niðurlægði nágranna sína í LA Lakers.

Þetta var ekki bara stærsta tap Lakers gegn Clippers heldur stærsta tap í sögu Lakers. Það hefur ekkert gengið hjá Lakers í vetur og niðurlæging þessa sextánföldu meistara var fullkomnuð í nótt.

"Þeir fundi lykt af blóði og slátruðu okkur," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Lakers.

Clippers hefur aldrei áður í sögunni skorað eins mikið á útivelli og þetta var hæsta stigaskor liðsins sían 1998.

San Antonio sýndi síðan styrk sinn gegn meisturum Miami með því að vinna stórsigur. Hinn síungi Tim Duncan skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Spurs. Tony Parker skoraði 17 stig.

LeBron James skoraði 19 stig fyrir Miami en hann þurfti að taka 18 skot til þess að ná þessum 19 stigum. Chris Bosh var bestur í liði Miami með 24 stig og 11 fráköst.

Úrslit:

San Antonio-Miami  111-87

Phoenix-Oklahoma  128-122

LA Lakers-LA Clippers  94-142

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×