Nissan ætlar framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 08:45 Nýr Nissan Qashqai er sá heitasti nú um stundir. Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent