Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 15:19 Vladímír Pútín og forsprakki Náttúlfana, "Skurðlæknirinn“. VISIR/AFP Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph. Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph.
Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48