Við erum hér fyrir fólkið - ekki öfugt Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 14:15 Vísir/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“ ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“
ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00
Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10
ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00
Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01
Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18