Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53
Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13
Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08