Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 14:00 Iðunn Valgerður Péturssdóttir og Matthías Baldursson Harksen voru upptekin að reikna þegar fréttastofa hitti á þau fyrir hádegið í dag. VÍSIR/STEFÁN Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira