Tónlist

Játning sterkrar konu í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Dilara Kazimova syngur lagið Start a Fire í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí fyrir hönd Azerbaídjan.

Dilara segir lagið vera játningu „sterkrar og viðkvæmrar konu. Lagið er ekki bara um ást heldur líka um góðmennsku, mannlegt eðli og virðingu fyrir hvort öðru,“ segir Dilara.

Dilara er talsvert þekkt í heimalandi sínu og hefur komið víða við í tónlistinni þrátt fyrir ungan aldur.

Þetta er í þriðja sinn sem Dilara reynir að komast í Eurovision. Fyrst tók hún þátt með sveitinni Unformalin árið 2008 og síðar í dúettnum Milk&Kisses árið 2010. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×