Peugeot fjölgar störfum eftir stöðugan samdrátt Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 10:30 Peugeot 308, nýkjörinn bíll ársins í heiminum. Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent