Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri.
Nú í kvöld var lagt fram tilboð sem samninganefnd Félags framhaldskólakennara mun fara yfir.
Undirbúningur fyrir verkfall er þegar hafinn og hafa verið settar upp verkfallsmiðstöðvar sem opnaðar verða á þriðjudag.
Þrettán ár eru síðan framhaldsskólakennarar fóru síðast í verkfall en það stóð yfir í átta vikur.
Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og samninganefnd ríkisins hafa fundað alla helgina í þeirri von um að ná fram samningum, ef það hefur ekki tekist.
Mikill munur er á milli krafna kennara um kjör og því tilboði sem ríkið hefur sett fram en kennarar óska eftir 16-17 prósent hækkun á meðan ríkið hefur boðið um þrjú prósent hækkun til eins árs.
Verkfall hefst á morgun
Stefán Árni Pálsson skrifar
