Lokuðu þjóðvegi til að leita að afskornu typpi Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 13:30 Lögreglan í Middlesbrough stóð í ströngu á þriðjudaginn. Jalopnik Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent
Lokun þjóðvega vegna slysa er ekki svo óalgeng en þetta tilvik hlýtur að teljast óvenjulegt. Lögreglan í Middlesbrough í Bretlandi lokaði A66 þjóðveginum til að leita af afskornu typpi manns á þriðjudaginn sem ráðist hafði verið á af hópi sígauna sem grunað hafði manninn um að hafa sofið hjá konu af sígaunskum ættum. Viðbrögð þeirra við því var að skera typpið af manninum og fleygja því. Lögreglan hóf mikla leit af typpi mannsins með það að markmiði að sauma mætti það aftur á manninn ef það finndist. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á spítala þar sem hann þurfti á mikilli blóðgjöf að halda. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail af þessum ógeðfellda atburði hvort typpi mannsins fannst, en 22 ára sígauni hefur verið handtekinn grunaður um aðild að málinu.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent