Í höllinni er hægt að kaupa lítinn bjór á 450 krónur og stóran bjór á 790 krónur. Vandamálið er að glösin fyrir stóran og lítinn bjór taka nákvæmlega sama magn af vökva.
Stóri bjórinn er framreiddur í hærra glasi en það blekkir. Glasið er nefnilega mjórra og því fer ekki meiri bjór í það glas en í litla bjórglasið.
Harðir stuðningsmenn íshokkíliðsins Idaho Steelheads hafa mætt á leiki hjá liðinu í þrjú ár og voru fyrst að uppgötva svindlið núna.
Þeir hafa farið í mál, eins og áður segir, og vilja fá rúma milljón í skaðabætur. Þeir segjast hafa keypt stóran bjór á fölskum forsendum í Höllinni allan þann tíma.
Hér að neðan má sjá myndband sem þau gerðu um svindlið.