Frægasti kylfusveinn heims að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 13:15 Steve Williams hefur borið kylfurnar fyrir Greg Norman, Tiger Woods og Adam Scott. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira