Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 19:15 Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt. Lionel Messi skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu en hann hafði áður átt skot í stöng hefði auk þess átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu því Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu fyrir mótmæli. City-menn náðu að jafna metin manni færri en Dani Alves tryggði Börsungum sigurinn með marki í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City áttu samt fínan leik í kvöld og enska liðið fékk vissulega nokkur tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins og setja þannig alvöru pressu á Barcelona-liðið. Mark Lionel Messi á 67. mínútu þýddi hinsvegar að City-liðið þurfti að skora þrjú mörk og það var aldrei að fara að gerast. Það sást líka á City-mönnum sem gáfu mikið eftir í kjölfarið. Manchester City menn sluppu tvisvar með skrekkinn á fyrstu átján mínútunum því Lionel Messi átti fyrst að fá víti og þá skoraði Neymar mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar voru duglegir að fiska aukaspyrnur og gul spjöld á leikmenn Manchester City á fyrsta hálftíma leiksins en minna var þó um góð færi. Lokakafli fyrri hálfleiksins var líflegur og bauð upp á færi hjá báðum liðum þótt að engin mörk hafi ekki látið sjá sig. David Silva fékk fínt færi á 36. mínútu eftir góða sókn en skotið hans fór yfir. Skömmu síðar fengu bæði Neymar og Xavi færi á sömu mínútunni en Joe Hart verði vel í bæði skiptin. Sami Nasri fékk flott færi á 41. mínútu eftir hælsendingu David Silva en skot hans fór beint á Victor Valdes í marki Barcelona. Áður en hálfleikurinn endaði bjargaði Fernardinho síðan á marklínu frá Neymar en Lionel Messi hafði þá spilað Brasilíumanninn í gegnum vörn City. Lionel Messi átti skot í stöngina á 51. mínútu en í kjölfarið komust City-menn tvisvar í mjög góð færi og það var ljóst að liðið mætti í mun meiri sóknarhug inn í seinni hálfleikinn. Fyrst varði Victor Valdes frábærlega skalla frá Edin Dzeko og svo hitti Pablo Zabaleta ekki markið úr fínu færi í teignum. Lionel Messi var alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann í kringum teiginn hjá Manchester City liðinu og hann kom Börsungum í 1-0 á 67. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Cesc Fabregas. Boltinn fór af Joleon Lescott sem átti þá að gera mun betur í vörn City. Edin Dzeko átti að fá vítaspyrnu á 78. mínútu þegar Gerard Piqué fór aftan í hann í teignum en hann fékk hana ekki og í kjölfarið fékk Pablo Zabaleta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Manchester City var því orðið manni færri eins og í fyrri leiknum en nú þó bara í tólf mínútur. Vincent Kompany náði engu að síður að jafna metin á 89. mínútu en Börsungar áttu lokaorðið þegar Dani Alves tryggði þeim sigurinn með marki í uppbótartíma.Mörkin úr leik Barcelona og Manchester City.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira