Fótbolti

Íslensku stelpurnar kunna að halda upp á 100 leiki - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar fagna hér sigrinum á Svíum í dag.
Stelpurnar fagna hér sigrinum á Svíum í dag. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér bronsverðlaunin í Algarve-bikarnum með 2-1 sigri á Svíþjóð í leiknum um þriðja sætið í Portúgal í dag.

Tveir íslenskir leikmenn komust í hundrað leikja klúbbinn í ferðinni, fyrst markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir á móti Noregi og svo miðjumaðurinn Dóra María Lárusdóttir á móti Svíum í dag.

Íslensku stelpurnar kunna það að halda upp á 100 leiki því báðir leikirnir unnust og það á móti sterkum og sigursælum liðum.

Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, er með stelpunum í Algarve-bikarnum og tók skemmtilegar myndir í leiknum í dag. Það er hægt að sjá þessar myndir bæði hér fyrir ofan og neðan.



Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson

Tengdar fréttir

Dóra María: Ísland mun aldrei geta neitt án liðsheildar

Dóra María Lárusdóttir bar fyrirliðabandið í sínum hundraðasta A-landsleik þegar íslenska kvennalandsliðið vann 2-1 sigur á Svíþjóð í dag í leiknum um þriðja sætið í Algarve-bikarnum í fótbolta.

Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×