Minningarorð Kasparov um Bobby Fischer: „Mesta goðsögn skáksögunnar“ Daníel Rúnarsson skrifar 10. mars 2014 14:02 Garry Kasparov. Vísir/Daníel Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura. Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura.
Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00
Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent