Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 07:05 Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA NBA Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira