Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 13:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson. Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson.
Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira