Toyota kaupir eigin hlutbréf Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2014 07:00 Toyota Group Pavilion tónleikahöllin. Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent