Toyota kaupir eigin hlutbréf Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2014 07:00 Toyota Group Pavilion tónleikahöllin. Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent